*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 13. ágúst 2014 10:01

Heildarupphæðin 15% hærri en í fyrra

Þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum.

Ritstjórn

Nú þegar tíu dagar eru í Reykjavíkurmaraþonið hafa safnast um 27 milljónir til góðra málefna á áheitavef hlaupsins. Heildarupphæðin er 15% hærri en sú sem hafði safnast á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef Íslandsbanka.

Þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru að safna áheitum á hlaupastyrkur.is. Rúmlega 700 manns hafa safnað 10 þúsund krónum eða meira og 28 hafa safnað 100 þúsund krónum eða meira. 164 góðgerðafélög eru skráð til þátttöku í söfnuninni.

Samkvæmt tilkynningunni er líklegt að áheitahlaupurum fjölgi næstu daga enda er skráning enn í fullum gangi. 

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is