Heildarsala skuldabréfa í júlí 2009 nam tæpum 1,1 milljarði króna samanborið við 13,3 milljarða í sama mánuði í fyrra. Salan var eingöngu í formi verðtryggðra skuldabréfa.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Sala á skuldabréfum sveitafélaga nam alls 813 milljónum króna í lokuðum útboðum en bréf annarra lánastofnana nam 285 milljónum króna í opnum útboðum.

Heildarútboð skuldabréfa nemur þá rúmum 180 milljörðum króna það sem af er ári samanborið við 186 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nemur útboð vertryggðra skuldabréfa um 40,8 milljörðum (voru tæpir 44 milljarðar á sama tíma í fyrra) en óverðtryggðra skuldabréfa um 140 milljörðum (voru rúmir 142 milljarðar króna á sama tíma í fyrra).

Mesta veltan hefur verið með óverðtryggð ríkisbréf eða um 130,7 milljarðar í opnum útboðum, samanborið við 80 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar næst er útboð með Íbúðabréf fyrir um 15,7 milljarða króna samanborið við 16,8 milljarða í fyrra.