Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní samanborið við 1,6 milljarða fyrir ári. Af þeim 1,9 milljörðum voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána. Meðalútlán almennra lána voru um 10,3 milljónir króna í júní en um 10,5 milljónir í maí síðastliðnum. Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu 6 mánuði ársins er samtals um 11,4 milljarðar króna en var um 7,6 milljarðar króna á sama tímabili 2010. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands kemur fram að nýjum lánum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað um 30% fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við sama tímabili árið að undan.  Hinsvegar virðist vöxtur útlána innlánsstofnana enn sama sem enginn.