Eins og flestum er í fersku minni hrundi íslenska bankakerfið í október 2008 og tók það bæði hagkerfið og hlutabréfamarkaðinn með sér í fallinu.

Síðan þá hefur velta í hlutabréfaviðskiptum verið afar lítil, sem dæmi má nefna að samanlögð velta frá nóvember 2008 til 21. mars sl. nemur 111,4 milljörðum króna en til samanburðar var velta í janúarmánuði 2008 tæpir 206 milljarðar króna. Aðeins tvisvar sinnum á tímabilinu hefur velta farið yfir 10 milljarða króna í einum mánuði en það var í september 2009 og nú í marsmánuði. Í september 2009 var heildarvelta mánaðarins 13,1 milljarður króna en það sem af er mars er hún 17,8 milljarðar.