Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs
© BIG (VB MYND/BIG)
Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa í flokknum HFF 14 lækkaði í júní um 18 punkta frá fyrra mánuði og stendur í -0,77% í lok mánaðarins. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa í flokknum HFF 34 lækkaði um 3 punkta og stendur í 3,14% og HFF 44 lækkaði um 6 punkta og stendur í 3,22%. Ávöxtunarkrafa HFF 24 hækkaði um 11 punkta og stendur í 2,56% í lok mánaðarins.

Þá nam heildarvelta íbúðabréfa um 55,7 milljörðum króna í júní samanborið við um 74 milljarða í maí 2011 er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.