Alls voru 70 kaupsamningar þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 10.júní 2011 til 16.júní 2011. Þar af voru 50 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir í en íbúðarhúsnæði. Þá var heildarveltan 1.840 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,3 milljónir króna. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn.

Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Á sama tíma var engum kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þá var 10 kaupsamningum þinglýst á Akureyri á tímabilnu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Þar var heildarveltan 241 milljón króna og meðalupphæð á samning 24,1 milljón króna. Á Árborgarsvæðinu var 1 einum kaupsamningi þinglýst og upphæð samningsins var 28,3 milljónir króna.