Viðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands námu 23,7 milljörðum króna í dag, en búið er að loka markaðnum. Eins og VB.is greindi frá í dag námu viðskiptin á hádegi liðlega 16 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nemur meðalvelta á dag það sem af er nóvember 7,3 milljörðum króna en í nóvember í fyrra var meðalveltan á dag 8,6 milljarðar.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 7,3 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 16,4 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í dag í 0,4 ma. viðskiptum.