Heildarmarkaðsvirði félaga á aðallista Kauphallarinnar og First North markaðinum er nú komið yfir 500 milljarða króna miðað við útgefið hlutafé. alls eru félögin sautján talsins.

Mest er markaðsvirði Marel, eða um 103 milljarðar króna. Virði Össurar er um 79 milljarðar, virði Icelandair er um 74 milljarðar og virði Eimskips er ríflega 54 milljarðar, samkvæmt samantekt sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Minnst félaga á markaði er Sláturfélag Suðurlands svf. sem skráð er á First North. Markaðsvirði félagsins er um 250 milljónir króna.