Heildarsala nýrra bíla óx um 38% samanborið við sama tímabil ársins 2015. Fór heildarfjöldinn úr 9.464 bílum í 13.095 bíla.

Núþegar fleiri nýskráningar en allt árið í fyrra

Jókst fjöldi bílaleigubíla um 36% milli ára, og var til að mynda fjölgunin í janúarmánuði 204%. Er fjöldi nýskráðra bíla nú þegar orðinn meiri eða 7.268 heldur en allt árið í fyrra þegar þeim fjölgaði um 6.576. Kemur þetta fram í tilkynningu frá BL.

Þær bílategundir sem jukust mest voru BMW en nýskráningar þeirra jukust um 121%, úr 62 í 137, en næst á eftir var Hyundai með 98% aukningu, úr 265 í 454 og og Dacia með 71% aukningu, úr 557 í 1.104 bílum..

Þau bifreiðaumboð sem mest bættu við sig voru Bernhard með 88% aukningu en hlutdeild fyrirtækisins í markaðnum er 3,6% meðan stærsta fyrirtækið á markaðnum, BL, jók næstmest eða um 66% milli ára. Fóru nýskráningar BL úr 2.116 í 3.502 ef miðað er við síðustu 12 mánuði.