Heildsöluverð í Bandaríkjunum jókst umfram væntingar í janúarmánuði og kjarnaverðbólga - sem tekur ekki með í reikninginn hækkun á matvöru og orkugjöfum - hækkaði jafnframt meira heldur en spár gerðu ráð fyrir um. Þetta kom fram í nýjum gögnum sem Vinnumálastofnun birti í dag og gefa til kynna vaxandi verðbólguþrýsting samfara niðursveiflu í bandaríska hagkerfinu.

Heildsöluverð til framleiðanda hækkaði um 1% í janúar, og nemur verðhækkun síðustu tólf mánaða samtals 7,4%. Kjarnaverðbólga í janúar mældist hins vegar 0,4%, sem var helmingi meiri hækkun en greiningaraðilar áttu von á.