Heildsöluverð í Þýskalandi hækkaði um 13,2% á ársgrunni í september, samanborið við 12,3% í ágúst, en þessi verðbólguliður hefur ekki verið hærri síðan 1974. Þessi mikla heildsöluverðbólga skýrist að mestu leyti af verðhækkunum á hrávörum og millistigsafurðum (e. intermediate products), samkvæmt frétt Business Insider .

Þýska hagstofan Destatis benti á að heilsöluverðbólga þar í landi hækkaði síðast meira í júní 1974, þá um 13,3% vegna olíukreppunnar ári 1973.

Almenn verðbólga í Þýskaland hækkaði úr 3,4% í 4,1% á milli ágúst og september. Árshækkun vísitölu neysluverðs í Þýskalandi hefur ekki verið hærri síðan í janúar 1997 þegar samræmd tímaröð Evrópusambandsins hófst.