Samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur Verðlagsnefnd búvara tekið samhljóða ákvörðun um að hækka heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum um 1,7% 1. janúar nk.

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 1,24 kr. á lítra mjólkur, úr 86,16 kr. í 87,40 kr. en auk þess hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um 1,51 kr. á lítra mjólkur.

Samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 2,75 kr. á hvern lítra mjólkur. Í tilkynningu kemur fram að verðhækkunin sé til komin vegna uppsafnaðra hækkana á vinnslu- og rekstrarkostnaði.