Mick Jagger, söngspíra bresku hljómsveitarinnar Rolling Stones, botnar lítið í afstöðu fólks sem andsnúið var Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 til 1990 og lést í vor. Jagger segir í viðtali við breska tímaritið Q Magazine að hann hafi hitt Thatcher í tvígang undir tvö augu á níunda eða tíunda áratug síðustu aldar. Hann segir að það sem hafi heillað hann í fari Thatcher var staðfesta hennar.

Í viðtalinu segir Jagger að hann hafi á sínum tíma fylgst með kosningabaráttu Thatcher. Hann muni hafa verið í kringum tíu ára en hún tæplega þrítug. Hann neitar hins vegar að gefa upp hvað hafi farið þeim á milli.