Það var margt um að vera í Arion banka á föstudaginn þegar bundinn var endahnútur á verkefnið Startup Reykjavík. Þau tíu verkefni sem valin voru til þátttöku fengu sjö mínútur á sviði til að heilla mögulega framtíðar fjárfesta.

Þeir Óskar Örn Arnarson, Sigurður Kristinn Ómarsson og Árni Guðjónsson eiga fyrirtækið Stream tags. Þeir hafa hannað vefsíðu og forrit fyrir snjalltæki sem gerir notendum kleyft að nálgast upplýsingar um allt sem þeir sjá eða heyra á meðan þeir fylgjast með kvikmynd, á sama tíma og það birtist á skjánum.