Umsækjandi sem lokið hefur samningi hjá umboðsmanni skuldara fær að meðaltali um 6 milljónir króna afskrifaðar. Um er að ræða eftirgjöf skulda fyrir utan veðkröfur og skuldir við opinbera aðila. Í ljósi þess að 1.656 umsóknum hefur verið lokið með samningum þá nema heildarafskriftir vegna einstaklinga sem lokið hafa þessu ferli um 9,9 milljörðum króna.

Í 48% þeirra mála sem lýkur með samningum fær umsækjandi 100% samningskrafna afskrifuð. Að meðaltali er 86% eftirgjöf af samningskröfum en samningskröfur eru að meðaltali 7 milljónir króna. Þá er um að ræða skuldir á borð við yfirdrætti og kreditkortaskuldir sem eru án veða. Skuldir umsækjenda vegna meðlagsgreiðslna, Lánasjóðs íslenskra námsmanna og annarra opinberra gjalda eru utan greiðsluaðlögunar og fást ekki felldar niður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .