Rannsókn sem Háskóli Íslands gaf út í samvinnu við Robert Wood Johnson Medical School og Rider University var til umfjöllunnar í The Economist í lok júlí. Rannsóknin snérist um heilsu Íslendinga á krepputímum en niðurstaðan var að Íslendingar hafa minnkað óheilsusamlega hegðun eins og reykingar, skyndibitafæði og ljósabekkjanotkun. 9.807 Íslendingar voru skoðaðir árið 2007 og  aftur tveimur árum síðar.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við HÍ, vann að gerð rannsóknarinnar og sagði í viðtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að rannsóknaraðstaðan hér á Íslandi væri eins og í stofu vel útbúinni af efnum og tækjum.