Heilsu Hugo Chavez, forseta Venesúela, hefur hrakað á ný en fjallað er um málið á vef BBC. Niculas Maduro, varaforseti landsins lýsti því yfir að ný vandamál hafi komið upp eftir aðgerð sem forseti gekkst undir á Kúbu fyrr í mánuðinum. Áður hefur verið greint frá að forsetinn hefur þurft að glíma við sýkingu í öndunarfærum eftir sína fjórðu aðgerð á tveimur árum vegna krabbameins.

Í yfirlýsingu Maduro kom fram að ástand Chavez sé viðkvæmt í augnablikinu en hann verður eiðsvarinn í embætti forseta á ný þann 10. janúar ef allt gengur samkvæmt áætlun.