Heilsubók Jóhönnu eftir Jóhönnu Vilhjálmsdóttur er aftur komin í prentsmiðju. Hún kom út í haust en seldist tvívegis upp fyrir jól og nú er þriðja prentun á leiðinni í búðir. Í bókinni fjallar Jóhanna um það hvernig fólk getur lifað heilbrigðu lífi fyrirbyggt sjúkdóma, öðlast meiri orku og dregið úr hraða öldrunar.

Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi hjá Veröld, segir það vissulega óvenjulegt að senda bækur í prentsmiðjuna rétt eftir jólabókaflóðið. „Það er ekki oft sem maður „lendir“ í því en við erum líka með sjöttu útgáfu af skáldsögunni Maður sem heitir Ove í prentsmiðjunni. Skáldsagan er eftir Frederik Backman og Jón Daníelsson þýddi.