Einkarekin heilsugæslustöð verður rekin í Bíldshöfða 9, sem kallað hefur verið gamla Hampiðjuhúsið. Húsnæðið hýsti áður Bílanaust, sem var þá í eigu N1. N1 átti húsið fram í desember 2014, en er nú í eigu Heildar fasteignafélags.

Í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að ríkiskaup hyggist ganga til samninga um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Önnur stöðin verður staðsett á Bíldshöfða í Reykjavík en hin í Urriðahvarfi í Kópavogi. Tilboði í þriðju stöðina, í Glæsibæ í Reykjavík, var hafnað. Markmiðið með rekstri nýju stöðvanna er að mæta vanda heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem stór hluti íbúa er án heimilislæknis.

Húsnæðið fyrir heilsugæsluna er um 1.600 fermetrar að stærð en húsið allt er um 10 þúsund fermetrar.