Heilsuhúsið og auglýsingastofan Dynamo Reykjavík undirrituðu í vikunni samstarfssamning. Heilsuhúsið var stofnað árið 1979 og rekur sjö verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Keflavík, á Akureyri og Selfossi. Fram kemur í tilkynningu frá Heilsuhúsinu að jafnframt því að skrifa undir samstarfssamning um að Dynamo Reykjavík verði auglýsingastofa Heilsuhússins var líka gengið frá samningi um að Dynamo Reykjavík sjái um framleiðslu Heilsufrétta; fréttablaðs Heilsuhússins sem kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift um land allt.

Í tilkynningunni segir sömuleiðis að með ört vaxandi vitund þjóðarinnar um mikilvægi hreinna, náttúrulegra og lífrænna vara til heilbrigðara lífs, er ljóst að Heilsuhúsið ætlar sér áframhaldandi vöxt og markaðssókn á komandi árum.

Á meðfylgjandi myndum eru þau Þorgerður Þráinsdóttir, frá Heilsuhúsinu og Ásmundur Helgason frá Dynamo Reykjavík.