Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur, betur þekktri sem Sollu á Grænum kosti, var  í efsta sæti á metsölulista Rannsóknarseturs verslunarinnar fyrir dagana 29. janúar til 11. janúar sl. Bókin hefur verið í efsta sæti listans frá áramótum og er þar með mest selda bókin frá áramótum.

Í öðru sæti var bókin Hausaveiðararnir eftir Jo Nesbø en í þriðja sæti var bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson.

Þá var Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur fjórða mest selda bókin á sama tímabili og Einvígið eftir Arnald Indriðason fimmta mest selda bókin.

Heilsuréttir Hagkaups er sem fyrr segir mest selda bókin frá áramótum en bókin var fjórða mest selda bókin á síðasta ári. Þá er Gamlinginn sem skreið út um gluggann næst mest selda bókin árinu en þess má geta að hún var lengi vel mest selda bókin á síðasta ári, eða allt þangað til Brakið og Einvígið komu út í nóvember sl.

Þóra – heklbók eftir Tinnu Þórudóttir Þorvaldsdóttir er þriðja mest selda bókin frá áramótum.

Sjá listann í heild sinni.

Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.
Heilsuréttir Hagkaups eftir Sólveigu Eiríksdóttur.