*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 23. október 2014 11:50

Heilsuvörurnar skiluðu 5,3 milljóna hagnaði

Bláa lónið heilsuvörur ehf. skilaði hagnaði í ár og batnaði reksturinn töluvert milli ára.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bláa lónið heilsuvörur ehf. skilaði tæplega 35 þúsund evra hagnaði í fyrra, en það samsvarar um 5,3 milljónum íslenskra króna.

Reksturinn batnar milli ára því árið 2012 skilaði félagið tapi upp á rúmar 109 þúsund evrur sem samsvarar um 16,8 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

Eignir félagsins námu um 507 þúsund evrum í árslok 2013, sem er um helmingi minna en á fyrra ári, og skuldir voru 451 þúsund evrur. Eigið fé félagsins var því jákvætt um tæplega 57 þúsund evrur.

Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur arður vegna rekstrarársins 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 1.285 þúsund evrum og er allt í eigu Blue Lagoon International.