*

föstudagur, 24. janúar 2020
Innlent 16. janúar 2019 10:50

Heimabankar uppfærast ekki

Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem truflar heimabanka Landsbankans og Íslandsbanka.

Ritstjórn
Friðrik Þór Snorrason er framkvæmdastjóri Reiknistofu bankanna, enn um sinn, en hann hefur verið ráðinn til Viss. Ragnhildur Geirsdóttir aðstoðarforstjóri Wow tekur við hans starfi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi.

Unnið er að leiðréttingu en gert ráð fyrir að það geti tekið út daginn að koma stöðu hjá báðum bönkum í rétt horf segir í fréttatilkynningu frá Reiknistofu bankanna, þar sem atvikið er jafnframt harmað. Segir fyrirtækið að unnið sé hörðum höndum að úrlausn málsins og að frekari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggi fyrir.

Uppfærsla:

Vandamálið hefur verið leyst og búið að uppfæra yfirlit í netbönkum, en Reiknistofa bankanna hyggst skoða hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir samskonar mál í framtíðinni.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hefur Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB ráðið sig yfir til Viss en í hans stað kemur Ragnhildur Geirsdóttir sem verið hefur aðstoðarforstjóri Wow air.