„Heimar í heimi“ er titill nýs listaverks eftir Sigurð Guðmundsson sem afhjúpað var í dag fyrir utan höfuðstöðvar CCP. Verkið er tileinkað tölvuleiknum Eve Online og er gjöf tölvuleikjafyrirtækisins til Reykjavíkurborgar. Ásamt Sigurði afhjúpuðu verkið formlega Jón Gnarr, borgarstjóri og Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

Sigurður vann verkið í nánu samstarfi við CCP en það er virðingarvottur við spilara tölvuleikjarins. Til vitnis um það má finna á botni verksins nöfn hundruði þúsunda spilara Eve Online. Á morgun hefst aðdáendahátíð Eve Online sem er þriggja daga viðburður í Hörpu tileinkaður starfsemi CCP.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð.