*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 19. júní 2020 17:27

Heimasíða PLAY komin í loftið

Hið verðandi flugfélag PLAY hefur sett í loftið nýja heimasíðu.

Ritstjórn

Ný vefsíða PLAY fór í loftið fyrr í dag. Frá þessu er greint á vef Túrista. Þar er að finna upplýsingar um stjórnendateymi félagsins en mörg þeirra sem það skipa hafa langa reynslu frá WOW air.

Á nýju heimasíðunni eru líka upplýsingar um umhverfisstefnu félagsins og fleira. Ekki kemur fram hvert PLAY mun fljúga eða hvenær hægt verður að bóka far með félaginu en á heimasíðunni segir að það verði fljótlega.

Líkt og áður hefur komið fram munu þotur félagsins fljúga bæði til Norður-Ameríku og Evrópu og er ætlunin að hefja flug nú í haust líkt og fram kemur á nýju heimasíðunni.

Stikkorð: PLAY