Heildarfjöldi lína í fastaneti símakerfisins hérlendis dróst saman á árunum 2004-2006 um ríflega þrjú þúsund línur, samkvæmt nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um fjarskiptamarkaðinn tímabili 2004-2006.

Símnotkun í fastanetinu dróst gífurlega saman á tímabilinu. Þannig mældust símtöl innanlands í fastakerfinu nema tæplega 922.000 þúsund mínútum árið 2004 en tæpum 575.000 þúsund mínútum árið 2006.

Lengd símtala til útlanda jókst hins vegar í fastakerfinu, úr rúmlega 43.000 þúsund mínútum árið 2004 í rúmlega 49.000 þúsund mínútur árið 2006.

Mun færri mínútur mældust hins vegar af símtölum frá útlöndum til síma í fastanetinu, eða úr hátt í 48.000 þúsund mínútum árið 2004 í rúmlega 32.000 þúsund mínútur árið 2006.

Samtöl til farsímaneta voru hins vegar lengri í mínútum talið, eða úr rúmlega 135.000 þúsund mínútum árið 2004 upp í tæplega 141.000 þúsund árið 2006.

Aukin notkun fyrirtækja á fastaneti

Ef miðað er við mínútufjölda símanotkunar er notkunin í prósentum talið sú að hlutdeild heimila í notkun í fastakerfinu (símtöl innanlands) minnkaði mjög á tímabilinu, var 72% árið 2004 en fór niður í 66% árið 2006. Hlutdeild fyrirtækja jókst hins vegar úr 28% í 34%

Hlutdeild heimila varðandi símtöl til útlanda frá fastakerfinu jókst hins vegar mjög, eða úr 66% árið 2004 í 78% árið 2006.

Hlutdeild fyrirtækja í símtölum til útlanda í fastakerfinu fór hins vegar verulega niður, eða úr 34% niður í 22%. Símtöl úr fastakerfinu til farsímaneta dróst saman hjá heimilum úr 56% árið 2004 í 49% árið 2006, en hlutdeild fyrirtækja á þessu sviði jókst úr 44% í 51%

Má samkvæmt þessu segja að heimilin nota fastakerfið minna en áður til að hringja innanlands í númer í fastanetinu og í númer í farsímakerfinu, en í auknum mæli er hringt til útlanda úr því. Fyrirtækin nota hins vegar fastakerfið í auknum mæli til að hringja innan fastanetsins innanlands og meira í farsíma en hafa dregið úr hringingum til útlanda.

Vodofon saxaði á Símann

Árið 2004 var 87% notenda í fastanetinu áskrifendur hjá Símanum og 13% hjá Vodofone, en árið 2006 hafði markaðshlutdeild Símans minnkað niður í 83% á þessum vettvangi og hlutdeild Vodofone farið upp í 16% en aðrir 1%.