*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 31. maí 2018 09:57

Heimavellir 10% undir útboðsgengi

Velta með bréf í Heimavöllum fyrstu vikuna nam 1,2 milljörðum króna.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla.
Haraldur Guðjónsson

Frá almennu hlutafjárútboði leigufélagsins Heimavalla hefur gengi bréfa í félaginu lækkað um 10,1%. Hlutir í félaginu voru teknir til viðskipta fyrir viku síðan.

Við lokun markaða í gær stóð gengi bréfa í Heimavöllum í 1,25 krónum á hlut, en vegið meðalgengi í útboði félagsins fyrr í mánuðinum var 1,39 krónur á hlut. Talsverðar sveiflur hafa verið í gengi Heimavalla frá skráningu.

Velta með bréf í Heimavöllum fyrstu vikuna nam 1,2 milljörðum króna

Stikkorð: hlutabréf Heimavellir