Verð á hlutabréfum í Heimavöllum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 3,93% í 89 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði Eimskip eða um 0,97% í 9 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Origo en félagið lækkaði um 2,02% í 70 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði HB Grandi um 1,13% í 2 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta nam 2,3 milljörðum en þar af var langmest velta með bréf Marels eða 1.1 milljarður. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,05% í viðskiptum dagsins.