Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI8, hækkaði um 1,2% í viðskiptum dagsins í rúmlega  2 milljarða veltu.

Mesta hækkun dagsins var á bréfum Heimavalla sem hækkuðu um 3,33% í 66 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf HB Granda um 1,27% í 16 milljóna króna viðskiptum.

Bréf Sýnar TM lækkuðu um 0,87% og bréf Festi um 0,41% en lítil viðskipti voru með bréf félaganna.

Mest velta var með bréf Marel sem hækkuðu um 1,91% í 677 milljóna króna viðskiptum. Félagið verður skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam á næstkomandi föstudag.