Undanfarin misseri hefur leigufélagið Heimavellir lagt áherslu á að bæta eignasafn félagsins fyrst og fremst með sölu eigna. Stjórn Heimavalla hefur nú ákveðið að fella söluáætlunina úr gildi.

Söluáætlun leigufélagsins gerði ráð fyrir að selja ríflega 400 íbúðir frá miðju ári 2019 til ársins 2021 en félagið hefur þegar selt um 130 íbúðir. Samkvæmt tilkynningu Heimavalla til Kauphallarinnar í morgun mun félagið ekki leggja áherslu á sölu eigna úr eignasafni félagsins framvegis þó að einstaka eignir, sem að mati stjórnenda henta ekki til útleigu og standa tómar, verða seldar.

Heimavellir tilkynntu á þriðjudaginn að norska félagið Fredesnborg AS sé búið að eignast um 99,45% af útistandandi hlutafé leigufélagsins eftir að yfirtökutilboði Fredensborg lauk á mánudaginn.

Hér má sjá frekari fréttir um Heimavelli og markaðinn fyrir íbúðaleigufélög: