Heimavellir högnuðust um 100 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 757 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tap var hjá leigufélaginu á fyrstu níu mánuðum ársins og nam það um 36 milljónum króna.

Á uppgjörsímabilinu jukust tekjur þess um 530.5 milljónir króna í samanburði við sama tímabil á árinu 2017 sem er 24% aukning á milli ára. Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna var 784 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs sem eru 28,3% af rekstrartekjum í samanburði við 33,4% hlutfall á sama tímabili 2017. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 44,5 milljónir króna og nam 323 milljónum króna sem er 12% lækkun á milli ára og var því 11,7% af rekstrartekjum á fyrstu níu mánuðum 2018 í samanburði við 16,5% á sama tímabili 2017.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu eru 1.654 milljónum króna í lok uppgjörstímabils eða 59,9% af tekjum í samanburði við 50,1% á sama tíma í fyrra.

Á þriðja ársfjórðungi er jákvæð matsbreyting að upphæð 138,3 milljónum króna og frá áramótum er matsbreytingin samtals 141,6 milljónum króna.

Heildareignir félagsins námu 58.447 milljónum króna þann 30. september 2018. Þar af eru fjárfestingareignir 55.661 milljónum króna og fjárfestingareignir í byggingu 1.018 milljónum króna. Eigið fé félagsins nam 18.712 milljónum króna. Heildarskuldir félagsins voru 39,735 milljónir króna þar af vaxtaberandi skuldir 37.159 milljónum króna og  tekjuskattsskuldbinding 2.575 milljónum króna.

Á síðustu tveimur ársfjórðungum hefur félagið bætt við sig nýju fjölbýlishúsi við Einivelli 1-3 í Hafnarfirði með 47 íbúðum. og á Ásbrú í Reykjanesbæ er búið að bæta við 18 stúdíóíbúðum með því að standsetja rými í eignum sem félagið átti fyrir. Á móti þessum eignum eru seldar óhagkvæmar leigueiningar og eru samtals 1983 íbúðir í eignasafni félagsins þann 30. september 2018.

Heimavellir áætla að tekjur ársins 2018 muni koma til með að vera 3.697 milljónum króna EBITDA félagsins er áætluð 60% af tekjum á þessu ári eða 2.218 milljónum króna Tekjur ársins 2019 eru áætlaðar 3.880 milljónum króna og EBITDA framlegð 63,5% - 64,8% og tekjur ársins 2020 eru áætlaðar 4.020 m.kr. EBITDA framlegð 66,6% - 67,8%.