*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 29. maí 2018 18:01

Heimavellir lækkuðu um 1,55%

Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfaverði í Heimavöllum í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Heimavöllum lækkaði mest í dag eða um 1,55% í 525 milljóna króna viðskiptum. Næstmest lækkaði verð á bréfum í Sýn eða um 1,19% í 12 milljón króna viðskiptum. 

Verð á hlutabréfum í N1 hækkaði mest eða um 1,29% í 41 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkun var á verði á bréfum í Símanum en þau hækkuðu um 0,91% í 35 milljón króna viðskiptum. 

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,25% í dag. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,8%. Vísitala óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði um 0,32% og vísitala verðtryggðra skuldabréfa lækkaði um 0,03%.

Stikkorð: Kauphöll Íslands N1 Síminn Heimavellir Sýn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is