*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 25. maí 2018 17:01

Heimavellir lækkuðu um 3,23%

Heimavellir héldu áfram að lækka í dag en bréfin lækkuðu um 11% í gær þegar félagið var skráð á markað.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í nýskráða félaginu Heimavöllum lækkaði um 3,23% í Kauphöllinni í dag. Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun að bréfin í félaginu, sem var skráð á markað í gær, hafi lækkað um 11% fyrsta daginn. Bréfin í Icelandair lækkuðu næstmest eða um 1,11%.

Hlutabréfaverð Eimskipa hækkuðu mest eða um 1,06% í 1 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkuðu bréfin í Sýn eða 0,60%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,15%. Skuldabréfavísitala GAMMA var óbreytt. Þar af hækkaði vísitalan á verðtryggðum bréfum um 0,04% og á óverðtryggðum lækkaði hún um 0,08%.