*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 24. ágúst 2018 16:03

Heimavellir lækkuðu um 3,39%

Verð á hlutabréfum í leigufélaginu Heimavöllum lækkaði um 3,39% í 110 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í leigufélaginu Heimavöllum lækkaði um 3,39% í 110 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Lækkunin kom í kjölfar uppgjörs frá félaginu þar sem fram kom að félagið hefði tapað um 136 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Næstmest lækkaði verð á hlutabréfum í TM eða um 3,22% í 70 milljóna króna viðskiptum. 

Þrjú félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag en það voru Skeljungur, Eimskip og Origo. Verð á hlutabréfum í Skeljungi hækkaði um 1,4% í 135 milljóna króna viðskiptum en hlutabréfaverð í Eimskipum hækkaði um 0,43% í 349 milljóna króna viðskiptum. 

Heildarveltan í Kauphöllinni nam 1.311 milljón króna og íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,56%.