*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 28. maí 2018 16:25

Heimavellir rjúka upp

Verð á hlutabréfum í Heimavöllum hækkaði um 7,50% í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í nýskráða félaginu Heimavöllum hefur hækkað um 7,50% í 228 milljóna króna viðskiptum í dag. Félagið sem skráð var á markað í síðustu viku lækkaði um 11% á fimmtudaginn líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

Næstmest hækkuðu bréf HB granda eða um 0,74% í 3 milljóna króna viðskiptum. 

Mesta lækkunin var hjá Eimskipum en þau lækkuðu um 1,05% í einnar milljóna króna viðskiptum. Reitir lækkuðu næstmest eða um 0,75% í 8 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,18% í dag. Skuldabréfavísitala GAMMA breyttist ekkert.