*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 24. ágúst 2018 08:02

Heimavellir töpuðu 136 milljónum króna

Eigið fé fyrirtækisins nam 18,6 milljörðum en eiginfjárhlutfallið var 32,1%.

Ritstjórn
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla.
Haraldur Guðjónsson

Leigufélagið Heimavellir tapaði 136 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri fyrirtækisins. Rekstrartekjur ársfjórðungsins námu um 1,8 milljörðum króna en rekstrarhagnaður nam rétt rúmum 1 milljarði króna. 

Heildareignir félagsins námu 57.935 milljónum króna í lok júní. Þar af eru fjárfestingareignir 55.351,9 milljónir króna og fjárfestingareignir í byggingu 1.409 milljónir króna Eigið fé félagsins nam 18.612 milljónum króna. Heildarskuldir félagsins námu 39.323 milljónum króna þar af voru vaxtaberandi skuldir 36.143 milljónum króna og tekjuskattsskuldbinding 2.610 milljónum króna.

Eigið fé fyrirtækisins nam 18,6 milljörðum en eiginfjárhlutfallið var 32,1%. 

Eignasafn félagsins og helstu verkefni Félagið átti 1.978 íbúðir í lok tímabilsins um land allt en félagið er að endurskipuleggja eignasafn sitt með sölu óhagkvæmra leiguíbúða og kaupum á hagkvæmari eignum í staðinn. Þá hefur félagið einnig tekið ákvörðun um að bæta við 48 nýjum íbúðum við þetta verkefni sem voru keyptar á hagstæðu verði 2016 og 2017.

Félagið fékk afhentar 19 nýjar íbúðir að Einivöllum 1 í Hafnarfirði í ágúst sem allar eru komnar í leigu. Þá er félagið einng að standsetja 20 nýjar stúdíóíbúðir á Ásbrú sem fara í leigu á þessum ársfjórðungi.

„Þetta uppgjör er góður áfangi fyrir félagið og er í takt við áætlanir og þá vegferð sem það er á. Það er góður tekjuvöxtur milli ára á sama tíma og við erum að sjá verulega hlutfallslækkun á rekstrarkostnaði. Endurskipulagning fasteignasafnsins gengur vel og á fyrri hluta þessa árs voru seldar fasteignir fyrir 1.537 m.kr. Frá byrjun júlí sl. er búið að samþykkja kauptilboð fyrir um 1.490 m.kr. og þá hefur félagið tekið ákvörðun að bæta nýjum íbúðum við þetta verkefni. Gert er ráð fyrir að sala íbúða skili félaginu áframhaldandi söluhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Félagið hefur notað sumarið til að undirbúa endurfjármögnun á langtímaskuldum sem er fyrirhugað að hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum," segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla. 

Stikkorð: Uppgjör Heimavellir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is