Kauphöllin hefur samþykkt beiðni leigufélagsins Heimavalla um að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum. Hlutabréf félagsins verða tekin úr viðskiptum eftir lokun viðskipta föstudaginn 11. september. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallar .

Norska fasteignafélagið Fredensborg AS keypti ráðandi hlut í Heimavöllum fyrr í sumar og um miðjan síðasta mánuð fór norska félagið fram á að eftirstandandi hluthafar Heimavalla skildu sæta innlausn á hlutum sínum.

25. ágúst sl. fóru Heimavellir svo fram á við Kauphöll Íslands að hlutabréf félagsins yrðu tekin úr viðskiptum og hefur Kauphöllin nú samþykkt bón leigufélagsins.