*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 4. september 2020 14:30

Heimavellir úr Kauphöllinni eftir viku

Kauphöllin hefur samþykkt beiðni leigufélagsins Heimavalla um að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kauphöllin hefur samþykkt beiðni leigufélagsins Heimavalla um að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum. Hlutabréf félagsins verða tekin úr viðskiptum eftir lokun viðskipta föstudaginn 11. september. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallar.

Norska fasteignafélagið Fredensborg AS keypti ráðandi hlut í Heimavöllum fyrr í sumar og um miðjan síðasta mánuð fór norska félagið fram á að eftirstandandi hluthafar Heimavalla skildu sæta innlausn á hlutum sínum. 

25. ágúst sl. fóru Heimavellir svo fram á við Kauphöll Íslands að hlutabréf félagsins yrðu tekin úr viðskiptum og hefur Kauphöllin nú samþykkt bón leigufélagsins.