Sérbýli hefur að undanförnu hækkað umfram fjölbýli ólíkt síðustu uppsveiflu á fasteignamarkaði árið 2017. Í nýrri hagspá Íslandsbanka er bent á að skýra megi hækkun sérbýlis umfram fjölbýli að einhverju leyti með áhrifum heimsfaraldursins, „þar sem mikil viðvera heima við og útbreidd heimavinna hefur að öllum líkindum aukið þörfina að stækka við sig“.

Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 15% undanfarna 12 mánuði að nafnvirði og 11,3% að raunvirði. Sérbýli hefur hins vegar hækkað um 20,4% af nafnvirði en 16,5% að raunvirði samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .