*

sunnudagur, 25. október 2020
Erlent 27. júlí 2020 15:41

Heimavinnandi að júlí 2021

Mikill hluti af starfsmönnum Google mun vinna að heiman að minnsta kosti að júlí 2021.

Ritstjórn
Sundar Pichai, forstjóri Google.
european pressphoto agency

Google hefur tilkynnt að félagið hyggst halda starfsmönnum sínum heimavinnandi að minnsta kosti að júlí 2021. Google er því fyrsta stóra Bandaríska félagið til að skuldbinda sig svona langt fram í tímann en mörg önnur tæknifyrirtæki miða við janúar 2021.

Ákvörðunin mun hafa áhrif á nær alla 200 þúsund starfsmenn félagsins en samkvæmt heimildum WSJ kemur ákvörðunin af frumkvæði forstjóra Google, Sundar Pichai, og vonast hann eftir því að hún auki sveigjanleika starfsmanna.

Félagið hefur opnað fyrri smærri skrifstofur sínar á þeim stöðum sem heimsfaraldurinn er ekki í mikilli uppsiglingu svo sem í Austurríki, Grikklandi og Tælandi.

Stikkorð: Google heimavinnandi