Fjár­mála­eftir­lit Seðla­bankans hefur veitt Kviku banka heimild til að fram­kvæma endur­kaup­á­ætlun á eigin bréfum bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar .

Fjár­mála­eftir­litið veitir Kviku heimild til að kaupa allt að 117 milljónum hluta, um 2,5% af öllu út­gefnu hluta­fé. Miðað við nú­verandi hluta­bréfa­gengi Kviku, 23,35 krónur, má á­ætla að kaupin muni kosta um 2,71 milljarð króna.

Stjórn Kviku sam­þykkti endur­kaup­á­ætlun á eigin bréfum í lok maí á þessu ári.