*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 23. maí 2019 15:32

Heimila kaup Daga á Bragðgott

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Daga á hluta reksturs fyrirtækisins Bragðgott.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Daga á hluta reksturs fyrirtækisins Bragðgott.

„Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Daga hf. (áður ISS Íslandi) á hluta af rekstri Bragðgotts ehf. Tilgangur Daga hf. samkvæmt samþykktum þess er alhliða ræstingarþjónusta og hvers konar þjónusta er tengist slíkum viðskiptum, kaup og rekstur fasteigna, fasteignaumsjón, veitingaþjónusta, lánastarfsemi og annar skyldur atvinnurekstur. Tilgangur Bragðgotts ehf. samkvæmt samþykktum er veitingarekstur, veitingasala, rekstur fasteigna og námskeiðahald," segir í ákvörðuninni.

„Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir ennfremur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is