Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt endurkaupáætlun VÍS um kaup á allt að 1,85% af útgefnu hlutafé félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu .

„Hámarksfjöldi hluta sem áætlunin kveður á um að verði keyptir er 35.000.000 hlutir að nafnvirði, en það jafngildir um 1,85% af útgefnu hlutafé félagsins, sem er nú kr. 1.894.462.192 að nafnvirði," segir í tilkynningunni.

Á aðalfundi VÍS í mars á þessu ári hafði stjórn félagsins veitt heimilt til endurkaupa á allt að 10% af hlutafé félagsins á næstu 12 mánuðum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé. Í dag barst félaginu samþykki frá Fjármálaeftirlitinu og munu endurkaup hefjast þegar í stað.

„Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 1.500.000 hlutir að nafnverði, sem er innan við fjórðungur af meðalveltu síðustu fjögurra vikna."

Endurkaupin verða framkvæmd af Íslenskum fjárfestum hf. sem munu taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutafé.