Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að heimila samruna Vörumiðlunar sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Fitja-Vörumiðlunar en fyrirtækin sérhæfa sig bæði í flutningum.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er vísað til þess að Vörumiðlun og Fitjar telja sig geta veitt Samskipum og Eimskipum öflugri samkeppni á landflutningamarkaði. Segist Samkeppniseftirlitið sammála því að staða Eimskipa og Samskipa sé sterk á markaðnum.

Vörumiðlun hefur aðallega sinnt flutningum á milli Reykjavíkur og byggðarlaga á Norðvesturlandi og í Dölum. Fitjar hafa aftur á móti sinnt áætlunarflutningum á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar auk flutninga innan Reykjaness.