*

sunnudagur, 24. október 2021
Erlent 3. desember 2020 09:28

Heimila sölu á „hreinu kjöti“

Singapúr hefur fyrst allra landa heimilað sölu á kjöti sem búið er til á tilraunastofu. Greiðir götu nýsköpunarfyrirtækisins Eat Just.

Ritstjórn
Hver veit nema hinn sígildi djúpsteikti kjúklingur innihaldi í framtíðinni kjöt sem búið er til á tilraunastofu.
Haraldur Guðjónsson

Singapúr hefur, fyrst allra þjóða, gefið grænt ljós á fyrstu tegund „hreins kjöts". Með hreinu kjöti er átt við kjöt sem búið er til á tilraunastofu en ekki kjöt af slátruðum dýrum. Þar með getur nýsköpunarfyrirtækið Eat Just hafið sölu á kjúklingakjöti sem búið er til á tilraunastofum. BBC greinir frá.

Fyrst um sinn verður kjötið notað í nagga en ekki hefur verið gefið út hvenær það ratar út á neytendamarkað. Eftirspurn eftir kjötlíki hefur aukist verulega undanfarið vegna sí aukinnar áherslu neytenda á heilsu, dýraverndurnar og umhverfisvernd.

Samkvæmt greiningu Barclays mun virði markaðarins í kringum kjötlíki nema um 140 milljörðum Bandaríkjadala, sem er um 10% af núverandi heildarvirði kjötmarkaðarins á alþjóðavísu.    

Stikkorð: kjöt kjúklingur SIngapúr