Á aðalfundi Íslandsbanka í dag var samþykkt að breyta heimild bankaráðs til hlutafjárhækkunar sem samþykkt var á síðasta aðalfundi að því marki sem hún hefur ekki verið nýtt, en í hennar stað komi ný heimild til bankaráðsins til hlutafjárhækkunar að fjárhæð 1.000 milljónir króna og heimild til bankaráðsins til að gefa út allt að 213 milljónir króna í nýju hlutafé til að mæta arðgreiðslum til hluthafa.

Stjórn er þannig heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.000.000.000 ? einn milljarð króna með áskrift nýrra hluta. Stjórn skal ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt. Hluthafar hafa ekki forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. Stjórn getur sett nánari reglur um sölu hlutanna. Heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt þessari málsgrein fellur niður í árslok 2007 að því marki sem hún er þá enn ónotuð.
Stjórn er heimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 213.000.000 ? tvö hundruð og þrettán milljónir króna ? til að mæta arðgreiðslum til hluthafa í formi hlutafjár vegna rekstrarársins 2004.

Þá var ákveðið að í stað orðsins ?bankaráð" þar sem það kemur fram í samþykktum félagsins, óháð orðmynd, samsettri eða ósamsettri, komi orðið ?stjórn" í viðeigandi orðmynd.