Núverandi heimild Kaupþings til greiðslustöðvunar lýkur 13. ágúst næstkomandi. Sama gildir um hina bankana þótt dagsetningar séu mismunandi. Kaupþing lagði fram beiðni til greiðslustöðvunar 21. nóvember 2008. Bankinn getur í ágúst sótt um frekari heimild til greiðslustöðvunar, lengst til 24. nóvember 2010. Þá fer bankinn sjálfkrafa í slitameðferð.

Vegna lagasetningar frá árinu 2009 hefur breytingin ekki áhrif á starfsemi bankanna. Við breytingar á reglum um greiðslustöðvun mun vernd þeirra gegn lögsóknum, þvingunarúrræðum og öðrum ráðstöfunum eigna, sem fengin var á greiðslustöðvunartímabilinu, halda gildi sínu þegar bankinn fer í slitameðferð.