Í ljósi víðtækrar dreifingar smita af völdum kórónuveirunnar og neikvæðum áhrifum sóttvarnaraðgerða á starfsemi fyrirtækja hafa Samtök atvinnulífsins (SA) og aðilar samtakanna kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda til að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu. Þessu ákalli hefur nú verið svarað af einhverju leyti með tilkomu nýrra reglna er varða vinnusóttkví. Þetta kemur fram á vef SA en leiðbeiningar um vinnustaðasóttkví má finna hér .

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar nýrri heimild um vinnustaðasóttkví.

„Atvinnulíf og verðmætasköpun má ekki stöðvast vegna síbreytilegra sóttvarnaaðgerða ," segir hann. „Þetta er mikilvægt skref og ánægjulegt að almannavarnir og sóttvarnalæknir bregðist við ákalli atvinnulífsins. Að óbreyttu hefði fjöldi vinnustaða getað lamast á næstu dögum vegna sóttvarnaraðgerða. Við þá stöðu var ekki hægt að búa og nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðuna."