Páll Jóhannesson, lögmaður, segir að þótt nýlegt álit ESA taki strangt til tekið aðeins á því hvernig skattleggja megi fyrirtæki eftir slíkan samruna þá veki það upp ýmsar spurningar tengdar gjaldeyrishöftum hér á landi.

Í rökstuddu áliti ESA segir að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn með því að skattleggja óinnleystan hagnað hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. Íslensk fyrirtæki sem renna saman innan Íslands þurfa ekki að greiða slíkan skatt.

„Spurning getur verið hvort íslensku gjaldeyrishöftin gangi of langt miðað við það sem nauðsynlegt er til að takmarka fjármagnsflutninga. Er t.d. nauðsynlegt að banna Íslendingum að stunda starfsemi í öðrum EES ríkjum eingöngu vegna þess að viðkomandi er búsettur á Íslandi? Eins og staðan er núna þyrfti að sækja um undanþágu til Seðlabanka Íslands og bíða eftir svari í nokkra mánuði. Í ljósi þess að samrunar milli landa verða nú raunhæfir, eftir að í ljós kemur að ekki má skattleggja óinnleystan hagnað við það tækifæri, er ekki ólíklegt að eftir birtingu álits ESA muni einhverjir láta reyna á þessar heimildir fyrir dómi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.