Marel Food Systems kaupir Stork Food Systems
Marel Food Systems kaupir Stork Food Systems
© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Núgildandi heimildir ráðherra til ákvörðunar um álagningu tolla á innfluttar landbúnaðarvörur eru of víðtækar samkvæmt umboðsmanni Alþingis. Að hans mati er gengið lengra við framsal valds til ráðherra en stjórnarskrár heimilar. Vísar hann í 40.gr og 1.mgr. 77.gr stjórnarskránnar en þar segir m.a. að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.

Samtök verslunar og þjónustu(SVÞ) höfðu leitað eftir áliti umboðsmanns Alþingis vegna þriggju reglugerða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tollkvöta vegna innflutnings á nautgripa-, svína- og alifuglakjöti, smjöri, ostum og unnum kjötvörum. SVÞ taldi núverandi fyrirkomulag í heild sinni ómarkvisst, ógegnsætt og umfram allt andstætt góðum stjórnsýsluháttum.

Um árabil hefur ráðherra byggt ákvarðanir sínar um tollkvóta á heimildum, sem stóðust ekki grundvallaratriði stjórnarskrárinnar segir í fréttatilkynningu frá Samtökum versluna og þjónustu. Framkvæmdastjóri SVÞ hefur ritað sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um til hvaða aðgerða ráðuneytið hyggist grípa í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns.